Í sýningu

Lápur, Skrápur og jólaskapið

Lápur, Skrápur og jólaskapið er stórskemmtilegt jólaleikrit eftir Snæbjörn Ragnarsson.

Tröllabræðurnir Lápur og Skrápur hafa verið reknir úr Grýluhelli vegna hrekkjaláta og þurfa að finna jólaskapið áður en dagur rennur og þeir verða að steini.

Leitin ber tröllastrákana til Sunnu litlu mannabarns sem ákveður að hjálpa þeim. Grýla, Gáttaþefur og Leiðindaskjóða koma einnig við sögu.

Sýningartími er um 50 mínútur.

Sýningar 6.-15. desember

Miðaverð 3.000 kr.

Fréttir

Skráðu þig í klúbbinn!

Skráðu þig í klúbbinn!

Vilt þú vera meðlimur í Litla leikklúbbnum? Nú getur þú skráð þig í klúbbinn með því að fylla út skráningarformið okkar. Engin skuldbinding fylgir skráningu en meðlimir fá regluleg fréttabréf og boð á fundi og viðburði klúbbsins. Skráðu þig strax í dag og vertu með í...

Yfir 1200 manns mættu á Fiðlarann

Sýningum á Fiðlaranum á þakinu lauk með troðfullri lokasýningu þann 16. febrúar. Við gætum ekki verið ánægðari með viðtökurnar enda mættu yfir 1200 gestir á þessar 10 sýningar sem í boði voru. Nú þegar sýningum er lokið er stjórn Litla leikklúbbsins þakklæti efst í...

Aðalfundur Litla leikklúbbsins 2023

Litli leikklúbburinn á Ísafirði boðar til aðalfundar í Rögnvaldarsal í Edinborgarhúsinu, fimmtudaginn 25. maí kl. 19.30.
Smellið á fyrirsögnina fyrir nánari upplýsingar.