Í sýningu

Lápur, Skrápur og jólaskapið

Lápur, Skrápur og jólaskapið er stórskemmtilegt jólaleikrit eftir Snæbjörn Ragnarsson.

Tröllabræðurnir Lápur og Skrápur hafa verið reknir úr Grýluhelli vegna hrekkjaláta og þurfa að finna jólaskapið áður en dagur rennur og þeir verða að steini.

Leitin ber tröllastrákana til Sunnu litlu mannabarns sem ákveður að hjálpa þeim. Grýla, Gáttaþefur og Leiðindaskjóða koma einnig við sögu.

Sýningartími er um 50 mínútur.

Sýningar 6.-15. desember

Miðaverð 3.000 kr.

Fréttir

Aðalfundur Litla leikklúbbsins 2024

Aðalfundur Litla leikklúbbsins 2024

Boðað er til aðalfundar Litla leikklúbbsins 2024, í Edinborgarhúsinu miðvikudaginn 5. júní, kl. 19:30. Dagskrá aðalfundar: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Inntaka nýrra félaga. Skýrsla formanns. Skýrsla gjaldkera. Lagabreytingar. Kosning stjórnar, varamanna og...

Námskeið í sketsagerð og spuna

Námskeið í sketsagerð og spuna

Litli leikklúbburinn býður unglingum á námskeið í sketsagerð með spuna. Kennari er Dóra Jóhanns, spunaleikkona, höfundur og leikstjóri áramótaskaupsins 2022 og stofnandi Improv Ísland og Improv skólans. Námskeiðinu er ætlað að kenna grunnatriði sketsagerðar og...