Fiðlarinn á þakinu

Eftir Joseph Stein, Jerry Bock, Sheldon Harnick

Sýningar

1. – 16. febrúar

Miðaverð

Fullorðnir 5.900 kr.
Börn 12 ára og yngri: 3.500 kr.

Fiðlarinn á þakinu er fjörugur, fyndinn og hjartnæmur söngleikur eftir Jerry Bock, Sheldon Harnick og Joseph Stein, sem var fyrst frumsýndur á Broadway 1964. 1971 kom út vinsæl söngvamynd byggð á söngleiknum.

Söngleikurinn er meðal þeirra sem oftast hefur verið settur upp á heimsvísu enda er tónlistin létt og skemmtileg og mörgum kunn.

Fiðlarinn á þakinu segir frá mjólkurpóstinum Tevje, sem leikinn er af Bergþóri Pálssyni. Verkið gerist árið 1905 í þorpinu Anatevka í Rússlandi þar sem siðvenjur og hefðir eru fyrir öllu. Tevje og Golda konan hans eiga fimm dætur sem allar þurfa eiginmenn. Hjúskaparmiðlari þorpsins gerir sitt besta til að sinna hlutverki sínu en dæturnar hafa aðrar hugmyndir um örlög sín.

Listræn stjórn

Leikstjóri

Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Þórhildi þarf vart að kynna, enda hefur hún verið virk í leikhúsheiminum um áratugaskeið og leikstýrt fjölda leikverka í öllum stóru leikhúsum landsins sem og í óperunni, sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpsleikhúsi.

Á Ísafirði hefur Þórhildur leikstýrt Gísl í uppsetningu Menntaskólans á Ísafirði árið 2002 og Söngvaseið í uppsetningu Litla leikklúbbsins og Tónlistarskóla Ísafjarðar árið 2003.

Tónlistarstjóri

Tónlistarstjóri er Beáta Joó, píanókennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Fyrir utan tónlistarkennsluna hefur Bea stýrt flestum kórum á svæðinu við góðan orðstír auk þess sem hún hefur verið tónlistarstjóri í stórum leikverkefnum sem TÍ hefur sett upp með Litla leikklúbbnum, svo sem Söngvaseið árið 2003, og í uppsetningum leikfélags Menntaskólans á Ísafirði.

Danshöfundur

Chantelle Carey

Ljósahönnun

Friðþjófur Þorsteinsson

Búningahönnun

Jóhanna Eva Gunnarsdóttir

Leikarar

Fjölskyldan
Mjólkurpósturinn Tevje
Bergþór Pálsson
Golda konan hans
Hildur Halldórsdóttir

Dætur þeirra
Tzeitel
Hildur Dagbjört Arnardóttir
Hodel
Elín Sveinsdóttir
Khava
Ásrós Guðmundsdóttir
Sprintze
Kristín Eik Sveinbjörnsdóttir
Bielka
Sædís Þorvarðardóttir

Vonbiðlar
Klæðskerinn Motel
Ragúel Hagalínsson
Byltingarmaðurinn Perchik
Skúli Hakim Mechiat
Rússinn Fyedka
Sigurvaldi Kári Björnsson

Íbúar Anatevka
Hjúskaparmiðlarinn Yenta
Erla Rún Sigurjónsdóttir
Slátrarinn Lazar Wolf
Páll Gunnar Loftsson
Rabbíninn
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson
Kráareigandinn
José Omar Serralde Monreal
Mendel
Pétur Óli Þorvaldsson
Bóksalinn Avram
Eiríkur Örn Norðdahl
Amma Tzeitel
Judy Tobin
Frúma Sara
Sara Hrund Signýjardóttir
Lögregla
Albert Eiríksson
Rússar
Daði Þorvarðarson, Dýri Arnarson, Svavar Þór Guðmundsson
Þorpsbúar
Auður Arna Höskuldsdóttir, Finney Rakel Árnadóttir,
Gunnar Ingi Hrafnsson, Hildur Elísabet Pétursdóttir,
Sædís Ólöf Þórsdóttir, Sæunn Sigurjónsdóttir

Hljómsveit

1. fiðla

Tinna Ólafsdóttir

2. fiðla

Elma Steingrímsdóttir

Gítar

Skúli Þórðarson

Básúna

Kristín Þóra Henrysdóttir

Althorn

Jóna Guðrún Arnórsdóttir

Klarinett

Madis Mäekalle

Píanó

Beáta Joó

Píanó/Bassi

Matilda Mäekalle

Slagverk

Jón Mar Össurarson

Sýningarteymið

Búningar

Jóhanna Eva Gunnarsdóttir

Sigrún Viggósdóttir

Hljóð og ljós

Haraldur Ringsted

Halldóra Jónasdóttir

Aðstoðarleikstjórn

Halla Ólafsdóttir

Halldóra Jónasdóttir

Sviðsmynd og leikmunir

Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir

Catherine Chambers

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir

Svala Sigríður Jónsdóttir

Smiðir

Hálfdán Ingólfsson

Páll Gunnar Loftsson

Erindi fiðlarans

Siðvenjan er harður húsbóndi. Hún ver vissulega gegn ringulreið breytinga, upplausn og siðrofi, flytur lærdóm milli kynslóða, veitir okkur öryggi og setur heimili og fjölskyldu í forsæti, en hún bælir okkur líka og stendur þannig ævintýrasólginni hamingju okkar fyrir þrifum, gerir okkur óttaslegin, fordómafull og tortryggin í garð bæði ókunnugra siða og ókunnugra manna. Siðvenjan reynir að halda aftur af hinu óhjákvæmilega, sjálfri framtíðinni, enda er það þar sem okkar bíður dauðinn. 
Í Fiðlaranum á þakinu er siðvenjan hin eiginlega aðalsöguhetja, hún sést aldrei á sviðinu en ræður öllu. Það er ekki bara að hún banni Tevje að leyfa dætrum sínum að giftast þeim sem þær elska, heldur er það líka hún sem fær hina kristnu Rússa til þess að gera aðsúg að gyðingunum í Anatevku. Í upprunalegum sögum Sholems Alekheims biðja rússarnir Tevje m.a.s. innilega afsökunar um leið og þeir tilkynna honum að nú eigi að berja hann og brjóta hjá honum rúður – þeim þyki það leitt, en þetta sé nú einu sinni bara til siðs. Og ekki hugsar Tevje hlýlegar til þeirra, þegar til kastanna kemur. 
Sögur sínar um Tevje mjólkurbónda byggði Sholem Aleikhem meðal annars á uppvexti sínum í Voronkiv, litlum gyðingabæ nærri Kíyv í Úkraínu (sem þá tilheyrði Rússlandi), ekki óáþekkum þeirri Anatevku sem birtist okkur í sögum og á sviði. Í Voronkiv voru gyðingaofsóknir daglegt brauð og líkt og svo margir – líkt og Tevje sjálfur – mátti Sholem Aleikhem flýja heimkynni sín þegar ofsóknirnar urðu óþolandi og sækja sér hæli á friðsælli slóðum.
Því miður hefur heimurinn að þessu leyti ekki skánað á þeirri rúmu öld sem er liðin. Aldrei í mannkynssögunni hafa jafn margir verið á flótta frá heimkynnum sínum og nú. Það blasir svo við hverjum sem vill sjá að þær ofsóknir sem Tevje og fjölskylda hans mega þola í Úkraínu um aldamótin 1900 minna ekki lítið á ástandið í landinu helga síðustu áratugi, þar sem herská og óttaslegin þjóð fer fram með ofbeldi gagnvart minnimáttar, rekur fólk af heimilum sínum og brýtur undir sig lönd þeirra. Ekki er þá ástandið skárra á söguslóðum Tevjes í Úkraínu. Þetta er gömul saga og ný. Ofbeldi getur af sér ofbeldi. Og alltaf er tekist á um það sama: land, völd og rétta siðvenju.
En eins mótsagnafullt og það nú hljómar er Fiðlarinn á þakinu ekki bara þrunginn harmi – þótt hann líti aldrei undan sársaukanum. Hann er líka þrunginn því sem gerir lífið heilagt: glaðværð. Í sögum sínum tókst Aleikhem nefnilega ekki bara að gera jiddísku að bókmenntamáli í fyrsta sinn, sem hann gerði, heldur líka að slá nýstárlegan tón í sagnagerð; marglaga og stórfenglegan hljóm sem er gamansamur, sorgbitinn, heiftúðugur, léttlyndur og kaldranalegur – oftar en ekki allt í einu. Þennan hljóm tileinkuðu sér síðan þeir Joseph Stein, Jerry Bock og Sheldon Harnick þegar þeir sömdu þann margfræga söngleik sem hér er settur á svið.
(Það sem ég vildi sagt hafa: velkomin í leikhúsið, þvílík hörmung, góða skemmtun.) 
Eiríkur Örn Norðdahl

 

Myndir

Styrktaraðilar

HAMRABORG

Góða skemmtun!

Toppflutningar ehf.

Tónlistarfélag Ísafjarðar

Þakkir

Sunna Einarsdóttir, Kristinn Gauti Einarsson, Ingi Björn Guðnason, Friðþjófur Þorsteinsson, Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Steingrímur Guðmundsson, Snorri Örn Rafnsson, Kristín Oddsdóttir, Sigrún C. Halldórsdóttir, Karitas Pálsdóttir, Jóhann Smári og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Ólöf Kolbrún og Söngskólinn í Reykjavík, Edinborgarhúsið, Eimskip, Glanni, Tjöruhúsið, Húsið.

Sérstakar þakkir fá einnig fjölskyldur allra þátttakenda fyrir ómælda þolinmæði og aðstoð.