Litli leikklúbburinn býður unglingum á námskeið í sketsagerð með spuna. Kennari er Dóra Jóhanns, spunaleikkona, höfundur og leikstjóri áramótaskaupsins 2022 og stofnandi Improv Ísland og Improv skólans. Námskeiðinu er ætlað að kenna grunnatriði sketsagerðar og leiklistarspuna, sem þjálfar framkomu, samvinnu, hlustun, hugrekki, jákvæðni og leikgleði.

Hvar: Edinborgarhúsinu
Hvenær: 8. maí kl. 17-19 og 9. maí kl. 13-15.
Nauðsynlegt er að skrá sig á litli@litlileik.is.