Litli leikklúbburinn á Ísafirði boðar til aðalfundar í Rögnvaldarsal í Edinborgarhúsinu, fimmtudaginn 25. mai kl. 19.30.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla formanns.
4. Skýrsla gjaldkera.
5. Lagabreytingar.
6. Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna reikninga.
7. Ný stjórn tekur við.
8. Hugmyndir um starfsemi næsta leikárs.
9. Önnur mál.

Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum og verkefni haustsins, uppsetning á söngleik í samstarfi við TÍ, kynnt.

Nýir og gamlir félagar hjartanlega velkomnir, vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Bestu kveðjur, stjórnin

Viðburður á Facebook