Litli leikklúbburinn býður á tveggja daga hraðnámskeið í framleiðslustjórn (e. production management) fyrir sviðslistir – hinum týnda hlekk í íslensku leikhúsi!
The show must go on — en hver sér til þess? Að baki lófataki og húrrahrópum liggja ótal töflureiknar, tímaáætlanir og teymi sem vinna eins og vel smurð vél. Eða ættu allavega að gera það!
Við lærum að byggja upp teymi, skipuleggja ferla, halda fundi og beisla þá skapandi krafta og kaos sem fylgja leikhúsinu í vel skipulagða snilld.
Námskeiðinu er ætlað að gera þátttakendum í leikfélögum einfaldara að láta hugmyndir verða að veruleika — geta dreymt stærra og meira með styttri fyrirvara! Í gegnum leiki, hópverkefni og sögur úr raunveruleikanum uppgötvum við hvernig skipulag getur stutt við sköpun, en ekki kæft hana. Fullkomið námskeið fyrir leikara, leikstjóra, tæknifólk, hönnuði, tónlistarfólk og öll þau sem vilja skilja hvernig leikverk verða að veruleika – frá fyrstu hugmynd til lokasýningar.
Kennari er Friðþjófur Þorsteinsson, sem býr að víðtækri reynslu úr leikhúsi hérlendis sem erlendis.
Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið:
https://forms.gle/M93sczcgmhMnoqJ26
📅 Laugardag og sunnudag 1.-2. nóvember, kl. 10:00–15:00
👛 Námskeiðsgjöld: 10.000 kr.
Ókeypis fyrir félaga í Litla leikklúbbnum, skráning í klúbbinn: https://forms.gle/Um413E9CFHMDfdtQ8
🥗 Hádegismatur innifalinn
…og örugglega meira framboð af sögum úr leikhúsinu en eftirspurn.