Saga Litla Leikklúbbsins

Frá 50 ára afmælisriti Litla Leikklúbbsins

Litli Leikklúbburinn í hálfa öld

Fyrir 50 árum sáði hóður ungs fólks á Ísafirði litlu fræi. Fólk sem haðfi ólæknandi leiklistarbakteríu. Þetta litla fræ er orðið að þroskuðu tré sem nefnist Litli Leikklúbburinn. 

Laufin á trénu gætu táknað öll leikritin sem Litli Leikklúbburinn hefur sett upp. Sáningin átti sér stað þann 24. Apríl 1965. Nú, hálfri öld síðar, er unga fólkið orðið roskið en “litla” leikfélagið er enn í fullu fjöri, þrátt fyrir aldurinn. 

Að starfa með leikfélagi getur verið mikil og gefandi vinna. En með samstilltu átaki hafa uppskeruhátíðir  verið haldnar á hverju ári. Og oft fleiri en ein. Þessari uppskeruhátíð gætur táknað frumsýningar leikfélagsins. Tæplega 100 uppsetningar!

Það er alltaf pláss fyrir nýtt og skapandi fólk í Litla Leikklúbbnum. Er ég hóf að taka þátt í starfi með klúbbnum, ætlaði ég eingöngu að aðstoða eitthvað baksviðs. En auðvitað sogaðist maður upp á svið, því þetta er bara gaman. Í það minnsta man ég bara það skemmtilega. Ári síðar endaði ég í stjórn og er nú formaður síðustu árin. Það má segja að maður sé núna að hálpa til baksviðs. 

Frá árinu 2013 hefur stjórn Litla Leikklúbbsins undirbúið afmælisárið 2015, .ásamt mörgum gömlum LL félögum. Á þessu ári munum við bjóða upp á veglega dagskrá. 21. Mars sl. Byjuðum við á að frumsýna íslenska gamanleikritið “Kallaru þetta leikkrit?!” eftir Ágúst T. Magnússon, í leikstjórn Kára Halldórs. Um tónlistarstjórn sá Stefán Jónsson.

Á afmælisdaginn sjálfan, 24. Apríl kom út 50 ára afmælileikrit LL, sem þú kæri lesandi hefur undir höndum, og hjónin Ómar Smári Kristinnsson og Nína Ivanova hafa haldið utan um, ásamt ritnefndinni okkar sem er mönnuð gömlum LL félögum. Á sama tíma opnuðum við skemmtilega og lifandi sögusýningu í Safnhúsinu, þar sem stiklað er á sögu LL á óvenjulegan hátt. Listrænn stjórnandi sýningarinnar er Nina Ivanova.

Vorið 2015 mun LL afhenda Safnahúsinu ýmislegt úr sínum förum. Svo sem leikskrár, handrit, myndir og upptökur af leikritum til varðveislu. 

Í haust er ætlunin að halda skemmtikvöld. ÞAr sem boðið verður upp á frumsamda ísfirska revíu og veitingar í anda ársins 1965. Svo hægt sé að bjóða upp á þessa afmælisskrá þarf gott bakland. Við þökkum þeim fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem hafa lagt okkur lið kærlega fyrir allan stuðninginn við undirbúning á afmælisárinu. Án þeirra hefði þetta ekki tekist. 

Með LL afmæliskvejuð 

Steingrímur Rúnar Guðmundsson formaður Litla Leikklúbbins. 

 

Heill þér fimmtugum 

Öflugt leikfélag er ein mikilvægasta eign og auðlind hvers sveitarfélags. Þangað leitar fólk til að fá útrás fyrir sköpunarþörf sína á þeim fjölbreyttu sviðum sem leikstarfsemi kallar á. Löngun til að setja sig í spor leikpersónanna og skilja þannig betur sjálft sig. Dansþörf og tónlistarmetnaður fær oftar en ekki útrás á fjölunum. Og ekki má gleyma handtökunum ófáu við hönnun og útfærslu leikmyndar, búninga, leikskrár. Athafnasemin fær líka útrás við skipulag, kynningarstarf og miðasölu. 

Og svo má ekki gleyma öllum þeim aragrúa fólks á öllum aldri sem sækir sýningarnar og leggur sitt af mörkum til að skapa upplifunina. Galdurinn.

Leikfélög á virðulegum aldri eins og Litli Leikklúbburinn telst nú kominn á, geyma uppsafnaða reynslu af því að flókna ferli sem hver leiksýning lrefst. Sigrar félagsins eru nýjum félagsmönnum og þeim sem reyndari eru sífelld hvatning. Heilu kynslóðirnar eiga minningar um sælustundir með félaginu, hláturkrampa og tilfiningarót. Menningarverðmætibanki með sívaxandi höfuðstólk og fullkomlega örláta útlánstefnu sem þó skilar ómældum arði. Það er líka galdurinn. 

Fyrir hönd Bandalag íslenskara leikfélaga óska ég ísfirðingum og nærsveitarfólki til hamingju með sitt frábæra leikfélag. Félagsmönnum óska ég stuðnings og velvilja fjárveitngarvaldhafa heima og á landsvísu og áframhaldandi meðbyrs úr áhorfendasölum framtíðarinnar. 

Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalags íslenskra leikfélaga.