Námskeið í sviðsframkomu

Vegna óbreyttra samkomutakmarkana og aukins fjölda smita í samfélaginu hefur verið ákveðið að fresta námskeiðinu þar til síðar í vetur/byrjun vors. Nánari upplýsingar um nýja dagsetningu verða sendar út síðar.

Þau sem hafa keypt aðgang að námskeiðinu geta geymt miðann eða fengið hann endurgreiddan með því að hafa samband á litli@litlileik.is

Litli leikklúbburinn stendur fyrir námskeiði þar sem þeir Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson munu kenna þátttakendum sín bestu trix þegar kemur að því að standa á sviði. 

Meðal annars verður farið yfir raddbeitingu og líkamstjáningu auk annarra mikilvægra þátta þegar komið er fram, hvort sem það er í leikhúsi eða öðrum sviðsviðburðum.

Staður og stund

Hvenær: Dagsetning verður auglýst síðar

Staðsetning: Rögnvaldarsalur, Edinborgarhúsinu

Takmörkuð pláss í boði.

Verð

8,000 kr.

12 sæti eftir