Litli leikklúbburinn á Ísafirði hóf undirbúning haustið 2020 á farsa sem ber nafnið Fullkomið brúðkaup. Höfundur verksins er Robin Hawdon og þýðandi er Örn Árnason. Leikritið gerist á degi hins „fullkomna brúðkaups“ og undirbúningur í fullum gangi. Brúðurin er á leiðinni með foreldrum sínum, faðir brúðarinnar er tilbúinn með nálasettið til þess að falda kjólinn. Álagið á verðandi eiginkonu brúðgumans er mikið, hún hefur háar væntingar og sættir sig ekki við neitt nema fullkominn dag. Brúðguminn hins vegar vaknar þunnur eftir trylltasta steggjapartý aldarinnar og man lítið sem ekki neitt, ekki bætir úr skák að veislustjórinn hafði skipulagt steggjapartý, veislu og brúðkaupsnóttina sjálfa allt á sama sveitahótelinu. Í kjölfarið fer af stað bráðfyndin atburðarrás mislukkaðra vina, brjálaðrar tengdamóður og veislustjóra sem er ekki tilbúinn með neitt og hvað þá að takast á við daginn. +