janúar 23, 2021 8:00 e.h. - 10:45 e.h. Edinborgarhúsið

Um Leikritið

Haustið 2020 hóf Litli leikklúbburinn á Ísafirði undirbúning á farsa sem ber nafnið Fullkomið brúðkaup. Höfundur verksins er Robin Hawdon og þýðandi er Örn Árnason. Leikritið gerist á degi hins „fullkomna brúðkaups“. Brúðurin er á leiðinni með foreldrum sínum, faðir brúðarinnar er tilbúinn með nálasettið til þess að falda kjólinn. Álagið á verðandi eiginkonu brúðgumans er mikið, hún hefur háar væntingar og sættir sig ekki við neitt nema fullkominn dag. Brúðguminn vaknar hins vegar þunnur eftir trylltasta steggjapartý aldarinnar og man lítið sem ekki neitt. Ekki bætir úr skák að veislustjórinn hafði skipulagt steggjapartý, veisluna og brúðkaupsnóttina sjálfa allt á sama sveitahótelinu. Í kjölfarið fer af stað bráðfyndin atburðarrás mislukkaðra vina, brjálaðrar tengdamóður og veislustjóra sem er ekki tilbúinn með neitt, hvað þá að takast á við daginn.

Sýningin er í stórasalnum í Edinborgarhúsinu.

Miðaverð: 3500 kr

Heimilt er að kaupa allt að 6 miða per kaupanda.
Ef einhver af gestunum er fædd 2005 eða seinna er mælt með að panta í gengum tölvupóst eða símleiðis, því þeim sætum má bæta við núverandi sætaskiipan. 

Til að panta miða og velja sæti á netinu: 

Það gerir þið með að fara inn í velja sæti hnappinn hér að neðan

Sendir verða reikningar fyrir miðanum í heimabanka og þarf að vera búið að greiða þá tveimur tímum fyrir sýningu.

 

Einnig er hægt að panta miða í síma 866-8028 eða með að senda tölvupóst á netfangið midi@litlileik.is.

Aðeins er hægt að tryggja sér sæti með því að panta í gegnum netið.

Ef miðar eru keyptir í gegnum síma eða í tölvupósti verða sæti úthlutuð eftir því hvað er laust.

 

Gott að vita

Við mælum með því að koma með sína eigin púða fyrir stólana.

Einnig tökum við fram að það verður ekki gert hlé á sýninguni, vegna sóttvarnatakmarkana.

 

Skilmálar og gildandi takmarkanir

Núverandi samkomutakmarkanir vegna Covid samkvæmt covid.is

  • Grímuskylda fyrir alla gesti.
  • Leyfi er fyrir allt að 100 manns.
  • Einnig er heimilt að hafa að auki allt að 100 börn fædd 2005 eða síðar. 
  • Sæti skulu númeruð og skráð á nafn.
  • Hvorki hlé né áfengissala er heimil.

Allir miðar eru keyptir með fyrirvara um breytingu á sýningartímum vegna Covid.

Ef sýningartími breytist, fellur niður eða samkomutakmarkanir breytast munum við bjóða upp á annan sýningar tíma eða endurgreiðslu.

Til að óska eftir endurgreiðslu vegna veikinda þarf að tilkynna það minnst tveimur tímum fyrir sýningu.